Greiningardeild Glitnis segir það jákvætt skref hjá 365 að selja tímarit í sinni eigu og útgáfurétt  DV enda hafi rekstur þeirra verið slakur. 365 mun á 40% í félaginu sem keypti útgáfuréttinn að DV.

?Eftir þessar breytingar verður Fréttablaðið og fylgirit hans eini prentmiðillinn sem 365 á að fullu. Aðrir prentmiðlar hafa verið seldir, eftir atvikum með aðild 365. Fram kemur í tilkynningu frá 365 að beinn fjárhagslegur ávinningur af þessum breytingum nemi ríflega 100 milljónum króna á ársgrundvelli og að gert hafi verið ráð fyrir þessari hagræðingu í þegar birtum áætlunum fyrir árið 2007.

Þessar tölur sýna að rekstur þessara seldu prentmiðla hafi verið mjög slakur og því er það jákvætt skref hjá 365 að losa sig út úr rekstrinum að miklu leyti og einbeita sér að rekstri Fréttablaðsins,? segir greiningardeildin.