Útboð Seðlabankans á sex mánaða innstæðubréfum fyrir 25 milljarða króna í fyrradag var „jákvætt skref í þá átt að laga brestinn í gjaldeyrisskiptamarkaðnum,“ hefur Dow Jones eftir RBC Capital Markets.

Eftirspurn eftir bréfunum, sem eru rafrænt skráð og hæf til uppgjörs og vörslu í Clearstream greiðslumiðlunarkerfinu, nam 87,7 milljörðum króna og var því rúmlega þreföld á við framboðið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .