*

mánudagur, 15. júlí 2019
Erlent 3. ágúst 2017 15:57

James Comey semur við bókaútgefanda

Fyrrverandi forstjóri FBI mun gefa út bók um leiðtogahæfni og ákvarðanatöku.

Ritstjórn

James Comey, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna rak úr starfi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur skrifað undir tveggja milljóna dollara samning við bókaútgáfuna Flatrion Books of New York. 

Samkvæmt frétt Financial Times mun Comey skrifa um leiðtogahæfni og ákvarðanatöku í bók sem áætlað er að komi út næsta vor. Samkvæmt útgefanda bókarinnar sem hefur ekki en fengið titil, mun hún fjalla um góðir, siðferðislegir stjórnunarhættir líta út og hvernig þeir hvetja til góðrar ákvörðunartöku.

Bókin mun einnig fjalla um samskipti hans við forsetann, auk frásagna af rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum. Ellefu dögum fyrir kosningarnar tilkynnti Comey bandaríska þinginu að FBI ætlaði að rannsaka á ný tölvupósta Clinton sem hafði þá verið lekið skömmu áður. FBI tók þar með rannsókn á málinu upp á ný eftir að hafa lokið henni í júlí 2016.

Tveimur dögum fyrir kosningarnar greindi Comey svo frá því að rannsókninni yrði hætt og engar ákærur yrðu lagðar fram. Clinton hefur síðan látið hafa það eftir sér að rannsókn Comey hafi átt stóran þátt í því að hún tapaði kosningunum.

Ákvörðun Trump um að reka Comey í maí síðastliðnum var mjög umdeild og vakti upp spurningar um hvort forsetinn væri að blanda sér í rannsókn FBI á meintum tengslum hans við Rússland í tengslum við forsetakosningarnar síðastliðið haust. Stjórnvöld í Rússlandi hafa vísað þeim ásökunum á bug og þá hefur Trump þverneitað fyrir að hafa átt í nokkrum samskiptum við stjórnvöld í Kreml og hvað þá að hafa blandað sér í rannsókn FBI.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is