Andlit rithöfundarins Jane Austen verður á nýjum 10 punda seðli. Þetta tilkynnti seðlabanki Englands í dag.  Með því er reynt að koma til móts við gagnrýniraddir sem hafa heyrst um að það vanti konur á peningaseðla þar í landi. Þetta kemur fram á vef BBC.

Jane er þekktust fyrir bækur sínar Pride and Prejudice og Sense and Sensibility. Seðill með mynd af henni kemur væntanlega út árið 2017 en á þeim tíu punda seðli sem nú er í gildi er mynd af náttúrufræðingnum Charles Darwin.

Í apríl síðastliðnum tilkynnti seðlabankinn að mynd af Winston Churchill myndi verða á fimm punda seðlinum sem kemur út 2016.