Breska verslunarkeðjan Jane Norman var úrskurðuð gjaldþrota nú í morgun. Lokað hefur verið níutíu Jane Norman tískuvöruverslunum þar sem alls störfuðu 1.600 starfsmanna. Verslunarkeðjan hefur verið starfandi frá árinu 1952.

Jane Norman
Jane Norman
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Fimmtudaginn síðasta bauð breska vöruhúsið Debenhams yfirtökutilboð í Jane Norman en virðist það ekki hafa verið samþykkt þar sem endurskoðunarfyrirtækið Zolof Cooper reynir nú að selja keðjuna.

Baugur og Kaupþing keyptu Jane Norman fyrir 117,4 milljónir punda, 22 milljarða króna á núvirði, árið 2005. Þrotabú bankans Singe & Friedlander, sem var dótturfélag Kaupþings, seldi kröfur sínar á Jane Norman fyrir 6% af nafnvirði.

Ein Jane Norman verslun er á Ísland og er hún í Smáralind.