Breska tískuvöruverslunarkeðjan Jane Norman áætlar að opna 30 nýjar verslnir á ári í kjölfar mikillar söluaukningar, segir fjármálastjóri fyrirtækisins, Ian Findley.

Baugur leiddi yfirtöku á Jane Norman í fyrra fyrir 117 milljónir punda, sem samsvarar rúmlega 15 milljörðum íslenskra króna, en félagið rekur nú um 50 sérverslanir og 84 sérleyfisverslanir.

Findley segir að um helmingur nýju verslananna verði sérverslanir og hinn helmingurinn sérleyfisverslanir. Baugur opnaði nýlega Jane Norman-verslanir í Debenhams í Reykjavík og Illums-stórversluninni í Kaupmannahöfn, sem er að mestu leyti í eigu Baugs.

Tekjur Jane Norman á fystu sex mánuðum rekstrarársins jukust um 11% miðað við sama fjölda verslanan. Heildarsölutekjur jukust um 35%