Hillary Clinton var alltaf fyrirmynd mín. Hún var kona sem stóð á bak við manninn sinn. Hún stendur hún fyrir sér sjálf, að sögn Janne Sigurðsson, forstjóra Alcoa Fjarðaráls. Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Janne við áhátíðlega athöfn í sendiráðinu sérstakar heillaóskir frá Hillary Rodham Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í tilefni gullverðlauna, Stevie Awards, sem hún hlaut sem forstjóri ársins 2012 í hópi kvenna í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku.

Gylfi Sigfússon, formaður bandarísk-íslenska viðskiptaráðsins, var viðstaddur.

Til móttökunnar var m.a. boðið fulltrúum Félags kvenna í atvinnurekstri, Emblum (félagi kvenna sem útskrifast hafa með MBA-gráðu frá HR) auk fulltrúa frá Samtökum iðnaðarins (SI), Samtökum álframleiðenda (Samáli), Alcoa Fjarðaáli, stjórn AMIS - Amerísk-íslenska verslunarráðisins og fleirum.