Japanski hlutabréfamarkaðurinn hækkaði um 1,3% í dag en lækkun ársins var þrátt fyrir það 42%. Í fyrra lækkuðu hlutabréf í Japan um 11%. Markaðurinn í Japan var sá fyrsti sem lokaði þetta árið en viðskipti stóðu aðeins yfir í hálfan dag eins og venja er 30. desember, að því er segir í WSJ.

Síðasta viðskiptadag ársins 1989 stóð Nikkei vísitalan japanska í tæpum 38.916 stigum, sem er hæsta gildi hennar frá upphafi. Í ár var lokagildið tæp 8.860 stig. Markaðurinn er því enn 77% lægri en hann var fyrir tæpum tveimur áratugum, samkvæmt upplýsingum frá WSJ.