Framleiðsla í Japan minnkaði um 2% í júní. Sá samdráttur er meiri en spáð hafði verið.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur áður spáð því að japanska þjóðarskútan sigli inn í samdrátt.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur þó að Japanir geri rétt með því að halda stýrivöxtum óbreyttum og sjá hverju fram vindur.

Yfirvöld í Japan spá því að framleiðsla þar í landi muni dragast saman um 0,2% í júlí og um 0,6% til viðbótar í ágúst.

Helsti höfuðverkur japansks iðnaðar er hækkandi hrávöruverð og samdráttur í mörgum helstu viðskiptalöndum Japans.