*

mánudagur, 22. júlí 2019
Erlent 18. maí 2017 12:28

Japan fram úr væntingum

Hagvöxtur í Japan nam 0,5% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagtölur gætu gefið ríkisstjórn Shinzo Abe meðbyr.

Ritstjórn
Shinzo Abe
european pressphoto agency

Hagvöxtur í Japan fór fram úr væntingum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hagkerfið óx um 0,5% á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Um er að ræða 2,2% hagvöxt á síðustu 12 mánuðum, sem er talsvert meira en gert var ráð fyrir.

Útflutningur hefur aukist, ásamt einkaneyslu og svo hefur fjárfesting aukist þar sem undirbúningur er hafinn fyrir Ólympíuleikana sem verða í Tokýo árið 2020.

Yenið hefur veikst gagnvart Bandaríkjadollar sem hefur haft góð áhrif á útflutningsgreinar landsins.

Hagtölurnar gætu einnig gefið ríkisstjórn Shinzo Abe meðbyr, en hún hefur verið að hvetja landsmenn til frekari einkaneyslu. Sumir hafa kallað hvatningar ríkisstjórnarinnar "Abenomics".

Stikkorð: Japan Hagtölur Hagvöxtur