Til skoðunar er í Japan að gefa út 50 ára ríkisskuldabréf í fyrsta sinn. Væru það langlífustu ríkisskuldabréf sem gæfin væru út í landinu síðan eftir seinni heimsstyrjöld.

Tilgangurinn væri að nýta lága stýrivexti í landinu, en gæti jafnframt aukið undir væntingar um að efnahagsstefna landsins væri sífellt að líkjast svokölluðu þyrlufé þó seðlabankastjórinn hafi neitað að nýting slíkra aðgerðar væri uppi á borðum.

Ef seðlabankinn myndi síðan kaupa þessi ríkisskuldabréf sem hluti af aðgerðum sínum til að berjast gegn verðhjöðnun væri stefnan orðin æði lík aðgerðum sem kallast þyrlufé, það er þegar ríkisstjórn gefur út ríkisskuldabréf sem ekki renna út, sem seðlabankinn kaupir til að fjármagna ríkisútgjöld.

Helstu markaðir í asíu í nótt:

  • Nikkei vísitalan í Japan hækkaði töluvert eða um 1,72%
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu lækkaði hins vegar um 0,11%
  • Taiwan Weighted vísitalan hækkaði svo um 0,43%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong stóð nánast í stað, með hækkun sem nam 0,02%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan í Kína lækkaði töluvert eða um 1,82%
  • S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu stóð einnig nánast í stað með hækkun sem nam 0,04%
  • Dow Jones í Nýja Sjálandi lækkaði hins vegar um 0,12%