Hlutabréf lækkuðu á flestum stöðum í Asíu í dag en MSCI Kyrrahafsvísitalan hækkaði engu að síður um 2,4%.

Ástæða hækkunarinnar er mikil hækkun Nikkei vísitölunnar í Japan sem í dag hækkaði um 6,3% en það voru helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu þær hækkanir.

Þá hækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 0,5%.

Í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan hins vegar um 0,7%, í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 1,2% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 0,2%.