Japönsk stjórnvöld hafa greint frá því að að þetta næst stærsta hagkerfi heims sé komið í samdrátt. Þjóðarframleiðsla, leiðrétt fyrir verðbólgu, drógst saman um 0,1% á þriðja ársfjórðungi miðað við fjórðunginn á undan og um 0,4% miðað við meðaltal síðasta árs.

Helstu ástæður eru minni eftirspurn heima og erlendis. Efnahagsmálaráðherrann Minister Kaoru Yosano sagði að þetta þýddi að samdráttur væri nú kominn í japanskt efnahagslíf.