Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag og voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu hækkanir dagsins að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Helstu áhrif hækkana í dag eru talin aukið framlag ríkisstjórna á svæðinu til að tryggja innistæðueignir viðskiptavina fjármálastofnana. Þannig tilkynntu stjórnvöld í Singapúr og Malasíu í gær að þau myndu tryggja innistæður viðskiptavina og þá hafa flestar ríkisstjórnir í Asíu gefið út slík loforð.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði um 1,4% og hefur þannig hækkað um 2,5% á einni viku, þrátt fyrir lækkanir síðustu þrjá daga.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 2,8% og í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan um 0,5%.

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 2,5%, í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 1,1% og sömu sögu er að segja um S&P 200 vísitöluna í Ástralíu.