Japan Tobacco mun hafa komið að máli við breska tóbaksframleiðandann Gallaher Group varðandi mögulega yfirtöku á fyrirtækinu, sem metið er á 870 milljarða króna, segir í frétt Dow Jones.

Gallaher hefur lýst því yfir að viðræður séu hafnar, sem séu þó á grunnstigi, en Gallaher vildi ekki nafngreina aðilann opinberlega.

Japan Tobacco er þriðji stærsti tóbaksframleiðandi heims miðað við tekjur. Fyrirtækin hafa starfað saman áður, en Gallaher sér um markaðssetningu Camel-merkisins, sem Japan Tobacco framleiðir, í Bretlandi og Austurríki.