Japönsk stjórnvöld hafa samþykkt að setja fjármagn í hagkerfið til að glæða það lífi. Upphæðin nemur 116 milljörðum dollurum. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC.

Fjármagnið verður notað til að byggja upp innviði og til að örva fjárfestingu þar í landi. Talið er að þetta muni auka hagvöxt um 2% og fjölga störfum um 600.000. Einnig er áætlað að byggja upp þau svæði sem fóru illa í jarðskjálftanum og tsunami árið 2011.

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, segir það nauðsynlegt að hafa áætlun sem fjölgar störfum og viðheldur vexti.