Japönsk yfirvöld og japanski seðlabankinn íhuga nú að setja saman krísupakka upp á 100 miljarða dollara að sögn blaðsins Sankei Shimbun.

Fjallað er um málið í Börsen í morgun og þar er sagt að neyðarpakkinn felist í því að stjórnvöld í Japan og seðlabankinn kaupi upp lán og fjárfestingar með lélegar tryggingar af bönkunum í landinu. Með þessu er meiningin að létta af þeirri lánsfjárklemmu sem skekur nú efnahagslífið í landinu. Ráðgert er að áætlunin komi til framkvæmda í mars.