Japönsk yfirvöld hafa samþykkt 116 milljarða dollara fjárveitingu sem ætlað er að hleypa lífi í efnahaginn þar í landi. Fjármagnið verður nýtt til að efla innviði atvinnulífsins og til að auka fjárfestingu. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Áætlað er að fjarmagnið muni hleypa um 2% vexti í hagkerfið og skapa 600.000 ný störf. Hlutabréfaverð í Japan hækkaði við tilkynningunaog hækkaði Nikkei 225 vísitalan um 1,4%.