Samkvæmt yfirlýsingum frá japönskum yfirvöldum munu Japanir nú taka aftur upp hvalveiðar. Frá þessu er sagt á síðu alþjóðahvalveiðisambandsins.

Joji Morishita, fulltrúi Japan í sambandinu, hefur sagt að nú muni hefjast nýtt hvalveiðafyrirkomulag. Þá er áætlað að veiða allt að 333 hrefnudýr á ári frá og með vori 2016.

Hvalurinn mun verða veiddur í Atlantshafi, og er sagður vera veiddur í tilgangi vísindalegra rannsókna.

Fréttirnar hafa verið harðlega gagnrýndar, og framkvæmdirnar sagðar munu líklegast hafa aðallega slæmar afleiðingar í för með sér.