Japanska ríkisstjórnin mun eignast ráðandi hlut í japanska orkufyrirtækinu Tokyo Electric Power (Tepco) með 12,5 milljarða dollara björgun. Iðnaðarráðherrann Yukio Edano samþykkti áætlunina á miðvikudaginn.

Tepco á von á gífurlegum fjárútlátum á næstu næstunni í tengslum við slys sem varð í verksmiðjunni við jarðskjálftann í japan á síðasta ári. Þjóðnýting fyrirtækisins er gerð til að forða því frá falli vegna þessara útgjalda. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Tepco framleiðir rafmagn sem 10 milljónir japana nota, bæði inn í Tokýó og á nálægum svæðum. Í jarðsjkálftanum á síðasta ári bræddu kjarnaofnar verksmiðjunnar úr sér sem ollu geislun á stóru landsvæði í japan. Tugþúsundir íbúa neyddust til að yfirgefa heimili sín vegna þessa.