Fjármálaráðuneyti Japans hefur staðfest að það hafi keypt fyrir hönd ríkissjóðs skuldabréf evrópska björgunarsjóðsins fyrir 300 milljónir evra, jafnvirði jafnvirði 47,5 milljarða íslenskra króna. Þetta jafngildir 10% af síðasta skuldabréfaútboði sjóðsins sem ætlað er að koma skuldsettum evruríkjum til hjálpar.

Japanir hafa annað slagið keypt skuldabréf sjóðsins við útboð, að sögn BBC. Kaupin nú eru hins vegar þau minnst fram til þessa. Þegar hafist var handa við fjármögnun björgunarsjóðsins keyptu Japanir fimmtung útgáfunnar fyrir 1,25 milljarða evra, jafnvirði næstum 200 milljarða íslenskra króna.

Heildarvirði skuldabréfasafns Japan sem runninn er undan rifjum evrópska björgunarsjóðsins nemur nú rétt tæpum 3.000 milljörðum evra.

BBC hefur eftir fjármálasérfræðingi að japanski seðlabankinn nýti gjaldeyrisvaraforða sinn í dollurum til kaupa á skuldabréfunum. Þá eigi Japanir mikið undir því að halda evrusvæðinu á réttum kili enda selur Japan mikið til evrusvæðanna.