Japansbanki hélt stýrivöxtum óbreyttum í 0,5% í gær og sagði að hagvöxtur yrði minna á árinu heldur en fyrri spár gerðu ráð fyrir, sem ýtti undir væntingar fjárfesta að stýrivextir verði lækkaðir á fyrri helmingi þessa árs.

Framvirkir samningar sýna að fjárfestar telja 20% líkur á því að Japansbanki lækki stýrivexti um 25 punkta í næsta mánuði, en hins vegar eru 70% líkur taldar á því að vextir muni lækka í júnímánuði.

Fram kom í máli Toshihiko Fukui, seðlabankastjóra, á fjölmiðlafundi sem haldin var í kjölfar vaxtaákvörðunar bankans að lausafjárkreppan á fjármálamörkuðum hefði haft meiri áhrif á japanskar fjármálastofnanir en áður hafði verið talið.