Japansbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti sína upp í 0,5% og er þetta fyrsta hækkun bankans frá því í júlí á síðasta ári. Helsti rökstuðningur bankans fyrir hækkuninni er öflugur hagvöxtur í Japan að undanförnu, en á síðasta ársfjórðungi mældist hann 4,8% á ársgrundvelli, sem var það mesta í þrjú ár.

Af ummælum sumra ráðamanna japönsku ríkisstjórnarinnar síðustu daga, mátti ráða að stjórnin væri mótfallinn því að bankinn hækkaði vexti. Hefur verið bent á að einkaneysla eigi enn eftir að taka við sér, þrátt fyrir að almenningur hafi meira fé á milli handanna en áður. Einkaneysla minnkaði á þriðja ársfjórðungi um 1,1%, en tók aftur við sér núna og hækkaði um 1,1% og jókst því um samtals 0,6% á síðasta ári.

Yenið veiktist gagnvart Bandaríkjadal og evru í kjölfar ákvörðunar bankans

Hagfræðingar eru hins vegar nánast á einu máli um að Japansbanki muni halda stýruivöxtum sínum óbreyttum næstu mánuði.