Japanska jenið styrktist gangvart dollar í morgun, segir greiningardeild Glitnis.

"Ástæðan er einkum minnkandi áhættusækni fjárfesta í kjölfar lækkana á hlutabréfamörkuðum víða um heim undanfarið en hlutabréfamarkaðir í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu hafa lækkað síðustu daga. Þannig hafa fjárfestar t.d. verið að losa sig við verðbréf á nýmörkuðum sem hafa verið fjármögnuð með lánum í jeninu," segir greiningardeildin.

Jenið fór í 122.59 stig í morgun gangvart dollar .