Japanska jenið styrktist gegn helstu gjaldmiðlum á mörkuðum í nótt, og náði því hæsta gildi sínu gagnvart Bandaríkjadal í heilan mánuð. Viðskipti voru þó ekki mikil og styrkingin var að sumu leiti ýkt með söluskuldbindingum.

Dalurinn ekki veikari í mánuð

Dalurinn veiktist og fór alveg niður í að vera jafnvirði 100,35 jena, sem er það veikasta sem hann hefur verið síðan 11. júlí, en nú stendur hann í 100,32 jenum, sem er lækkun um 0,93%.

Evran veiktist einnig gagnvart jeninu, og fór lægst niður í að vera andvirði 112,38 jena, áður en hún styrktist aðeins á ný og stendur nú í 112,97 jenum.

Hvort tveggja ástralski sem og nýsjálenski dalurinn veiktust einnig gagnvart jeninu.

Helstu vísitölur á asíumörkuðum:

  • Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 1,62%
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu lækkaði um 0,13%
  • Taiwan Weighted vísitalan lækkaði um 0,42%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong styrktist hins vegar um 0,06%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan lækkaði um 0,44%
  • FTSE China A50 vísitalan lækkaði um 1,35%
  • S&P/ASX 200 vísitalan lækkaði um 0,14%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan lækkaði um 1,05%