Japanska jenið veiktist eilítið á mörkuðum í nótt, á sama tíma og ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa jókst.

Ávöxtunarkrafan jókst í kjölfar hóflegrar sölu á þrjátíu ára skuldabréfum, í kjölfar þess að fjárfestar tónuðu niður væntingar sínar um að stýrivextir í Bandaríkjunum myndu hækka í bráð.

Stýrivextir enn meira niður fyrir núllið

Á sama tíma hefur verið orðrómur á kreiki um að seðlabanki Japans sé að íhuga að lækka stýrivexti enn frekar, en þeir eru nú orðnir neikvæðir. Jafnframt sé hann að íhuga að íhuga að auka kaup á skammtímaskuldabréfum í stað langtíma, til að draga úr þrýstingi á ávöxtunarkröfu þeirra sem eru til langtíma.

Nú fást 103,10 japönsk jen fyrir Bandaríkjadalinn, 0,8907 evrur og 0,7574 bresk pund.