Skattastofnun Japans óskar nú eftir hugmyndum um hvernig hvetja megi ungt fólk til að auka áfengisneyslu sína. Fjármálaráðuneyti þjóðarinnar óttast afleiðingar brettrar neysluhegðunar meðal ungs fólks á ríkissjóð. Financial Times greinir frá.

Hugmyndakeppnin „Sake Viva!“, sem lýkur í byrjun september, hvetur fólk á aldrinum 20-39 að koma með viðskiptahugmyndir um hvernig megi gæða áfengisiðnaðinn nýju lífi sem hefur liðið fyrir breyttri aldurssamsetningu samfélagsins, kórónuveirufaraldrinum og minni áhuga meðal Japana.

Áfengisneysla í Japan hefur dregist saman síðustu ár en þessi þróun hófst nokkrum árum fyrir faraldurinn. Samkvæmt gögnum japönsku skattastofnunarinnar hefur árleg meðaldrykkja á mann í landinu lækkað úr 100 lítrum í 75 lítra síðustu 25 árin.

Skatttekjur af áfengivörum vógu um 3% af heildarskatttekjum japanska ríkissjóðsins árið 2011 en sama hlutfall var um 2% árið 2020. Ríkissjóður Japans hefur í áraraðir með halla og skuldir ríkisins eru meira en tvöfalt hærri en landsframleiðsla. Einungis Venesúela er með hærra skuldahlutfall en Japan í samanburði á skuldum hins opinbera hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.