Japanska yenið hélsts stöðugt gagnvart Bandaríkjadal og evru á mörkuðum Asíu í nótt. Jafngildir dalurinn nú 106,138 yenum og evran jafngildir 117.075 yenum.

Væntingar um að gripið verði til gríðarumfangsmikilla aðgerða til að örva hagkerfið og draga úr verðhjöðnun í Japan veiktu yenið síðustu daga en dregið hefur úr þeim væntingum eftir að seðlabankastjóri landsins, Haruhiko Kuroda, sagði að ekki yrði beitt aðferð kennd við þyrlufé, þar sem seðlabankinn lánar ríkinu fé til beinna opinberra útgjalda eða skattalækkana.

Lækkanir voru á helstu mörkuðum í Asíu í nótt:

  • Nikkei vísitalan í Tokyo lækkaði um 1,09% á mörkuðum
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu lækkaði um 0,09%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði einnig um 0,27%
  • Taiwan Weighted vísitalan lækkaði svo um 0,48%.
  • Dow Jones Shanghai vísitalan í Kína lækkaði einnig um 0,87%
  • IDX Composite vísitalan í Indonesíu lækkaði um 0,38%.
  • Ástralska S&P/ASX 200 vísitalan lækkaði um 0,26%
  • Dow Jones Nýja Sjáland hækkaði svo um 0,23%