Japanska yenið veiktist á mörkuðum í nótt gagnvart helstu samkeppnisgjaldmiðlum sínum, vegna aukinnar bjartsýni um að stjórnvöld setji fram skýra stefnu um að örva hagkerfið.

Jafngildir nú 1 dalur 105,7561 yenum sem er seint á miðvikudag stóð hann í 106,89 yenum. Evran jafngildir nú 116,518 og pundið er í 139,691. Kostar yenið nú 1,15 krónur samkvæmt heimasíðu Seðlabankans.

Samkvæmt fréttum í Japan eru stjórnvöld þar í landi að skipuleggja að beina andvirði 20.000 milljörðum yena, eða 187 milljörðum Bandaríkjadala inní hagkerfið til að reyna að koma því út úr meira en áratugalangri verðhjöðnun. Er það um tvöfallt meira en upphaflega var gert ráð fyrir. Kemur það til vegna þess einnig verður aukið við fjárfestingar í innviðum.

Þrátt fyrir væntingar um að notað verði svokallað þyrlufé, neitar Seðlabankastjóri landsins, Haruhiko Kuroda, því að þeirri aðferð verði beitt. Byggir hún á því að ríkisstjórnin gæfi út ríkisskuldabréf sem ekki rynni út, en Seðlabankinn myndi kaupa þau, til að fjármagna frekari útgjöld ríkisins eða skattalækkanir.

„Það er engin þörf né möguleiki á að nota þyrlufé,“ sagði Kuroda, en Ben Bernanke fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna sem hitti japanska leiðtoga fyrr í mánuðinum hafði mælt með þeirri aðferð.

Helstu hlutabréfavísitölur:

  • Nikkei vísitalan í Tokyo hækkaði um 0,77% á mörkuðum
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu lækkaði um 0,16%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði hins vegar um 0,54%
  • Taiwan Weighted vísitalan hækkaði einnig um 0,54%.
  • Dow Jones Shanghai vísitalan í Kína hækkaði um 0,51%.
  • IDX Composite vísitalan í Indonesíu lækkaði hins vegar um 0,49%.
  • Ástralska S&P/ASX 200 vísitalan hækkaði um 0,43%.


Dow Jones Nýja Sjáland hækkaði einnig eða um 0,57%.