Dagamunur er á því hvort fjárfestar upplifa hæstu hæðir eða dýpstu lægðir á fjármálamörkuðum: Í upphafi vikunnar mörkuðust fréttir af styrkingu japanska jensins gagnvart Bandaríkjadal og öðrum mikilvægum gjaldmiðlum, ásamt vangaveltum um hvort loksins myndi vindast ofan af vaxtamunarviðskiptum. Í kjölfar þess að vísitölur hlutabréfamarkaða styrktust aftur á þriðjudag, mátti víða sjá fyrirsögnina: Vaxtamunarviðskiptin snúa aftur!

Þeir sem hafa numið hin döpru vísindi skortsins vita að markaðir snúast um jafnvægi samkvæmt töfluhagfræðinni. Flestum má vera ljóst að alþjóðaviðskipti einkennast af ójafnvægi þessi misserin og öflugasta kraftbirtingarform þess er annars vegar hinn mikli viðskiptahalli Bandaríkjanna við umheiminn og hins vegar gríðarmikill afgangur af viðskiptajöfnuði margra Asíu- og olíuútflutningsríkja. Nauðsynleg leiðrétting á þessu hnattræna ójafnvægi alþjóðaviðskipta, mun fara fram í gegnum breytingu á styrkleika gengis gjaldmiðla. Sú þróun er hafin og endurspeglast meðal annars í veikingu Bandaríkjadals. Hins vegar verður að hafa í huga að hér er ekki um sléttan og greiðfæran veg að ræða: Dalurinn veikist hlutfallslega mest gagnvart evru, sem þýðir að Efnahags- og myntbandalagið ber hlutfallslega of mikið af þeim þungu byrðum sem hljótast af slíkri leiðréttingu. Þrýstingurinn hlýtur að þurfa að færast á gjaldmiðla Asíuríkjanna.

Það er í þessu umhverfi sem umræðan um horfurnar í vaxtamunarviðskiptum fer fram.

Lesið úttekt Viðskiptablaðisins á fyglni milli jens og evru annars vegar og gengis hlutabréfa hins vegar.