Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefur samþykkt að heimila forstjóra félagsins að ganga til samninga við Jarðboranir hf. um borun til jarðhitaleitar í Vestmannaeyjum í febrúar.

Sem kunnugt er þá voru Bæjarveitur Vestmannaeyja sameinaðar HS í janúar 2002, en í Bæjarveitum höfðu áður sameinast raf-, hita- og
vatnsveita Vestmannaeyja. Vatnsveita Reykjanesbæjar var síðan keypt 1. september 2003.