Jarðboranir hafa gengið frá samningum um kaup á nýjum bor sem verður sá stærsti og öflugasti í tækjaflota félagsins og jafnframt fullkomnasta tæki sinnar tegundar hér á landi. Borinn er af gerðinni Drillmec HH-300 segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Fyrirtækið Drillmec S.p.A. í borginni Piacenza á Ítalíu hannar og framleiðir borinn í samráði við Jarðboranir, sem eiga fyrir fjóra bora frá sama framleiðanda. Kaupverð nýja borsins er um 1,4 milljarðar íslenskra króna.

Orkuveitan og Jarðboranir gera viðaukasamning að fjárhæð 3,7 milljarðar

Undirritaður hefur verið viðaukasamningur milli Jarðborana hf. og Orkuveitu Reykjavíkur um jarðboranir á Hellisheiði og Hengilssvæði. Um er að ræða einn stærsta samning sinnar tegundar í borverkefnum.

Samningurinn var undirritaður af Bent S. Einarssyni, forstjóra Jarðborana og Guðmundur Þóroddsyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Fjárhæð samningsins er 3,7 milljarðar króna.