Fulltrúar Jarðborana hf. og dótturfélags þess Iceland Drillling (UK) Ltd. hafa undirritað verksamning um háhitaboranir við orkufyrirtækið Sogeo S.A. á eyjunni São Miguel á Azoreyjum. Samningurinn er að upphæð á fimmta hundrað milljónir króna og er sá stærsti sem ID (UK) hefur fengið. Áætlað er að verkefnið verði framkvæmt á tímabilinu febrúar 2005 til desember 2005. Verkið verður unnið af Iceland Drilling (UK) Ltd., dótturfyrirtæki Jarðborana hf.

Verkkaupinn Sogeo S.A. er í eigu stærsta orkufyrirtækis Azoreyja, en móðurfélagið EDA annast alla raforkuvinnslu, -dreifingu og ?sölu á eyjunum.

Borinn Jötunn verður notaður til framkvæmdanna og verður fluttur út í byrjun næsta árs. Fjöldi starfsmanna sem kemur að verkinu verður um 25-30.