Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hölds, dregur stórlega í efa í að tekjur ríkissjóðs af niðurfellingu undanþágu á vörugjöldum fyrir bílaleigubíla verði eins miklar og áætlanir gera ráð fyrir. „Ef áformin fara óbreytt í gegnum þingið mun það endanlega jarða íslenska ferðaþjónustu og rústa okkar rekstri,“ er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga á að hækka vörugjöld á innflutta bílaleigubíla í tveimur áföngum árin 2013 og 2014 og laga þau að almennum vörugjöldum á ökutækjum. Þessi aðgerð á að skila ríkissjóði 500 milljónum króna í auknar tekjur á næsta ára.

Steingrímur segir að breytingin komi til með að valda því að keyptir verði færri bílar en áður og þeir notaðir lengur. Þá muni verðskráin hækka sem samhliða öðrum breytingum á skattlagningu ferðaþjónustunnar geti veikt stöðu geirans mikið.