*

laugardagur, 28. nóvember 2020
Innlent 20. október 2020 13:57

Jarðskjálftinn sagður 5,7 að styrk

Veðurstofan segir stóran jarðskjálfta sem fannst víða um land eiga upptök sín um 5 kílómetrum vestur af Krýsuvík.

Ritstjórn
Jarðsskjálftinn fannst vestan við Krýsuvík og fjallið Keilir á Reykjanesi.
Haraldur Guðjónsson

Jarðsskjálftinn sem fannst rétt um 13:43 á höfuðborgarsvæðinu en einnig alla leið til Vestmannaeyja á upptök sín vestur af Krýsuvík og fjallinu Keilir á Reykjanesi.

Bráðabirgðatölur Veðurstofu Íslands sögðu að jarðskjálftinn hafi mælst 5,7, en samkvæmt vef stofunnar nú er hann sagður vera 4,9 á Richter samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum.

Jarðskjálftinn átti upptök sín 4,8 kílómetra vestur af Krýsuvík, á 4,8 kílómetra dýpi. Fjölmargir eftirskjálftar hafa orðið síðan, og fannst annar rétt upp úr 14:05 einnig á höfuðborgarsvæðinu.