Virkjanasvæði Reykjanesvirkjunar ber ekki nema 81 megavatta raforkuvinnslu að hámarki miðað við 50 ára vinnslutíma samkvæmt mati í nýrri skýrslu Orkustofnunar. Það er 19 megavöttum minna en núgildandi vinnsluleyfi segir til um. Iðnaðarráðherra vill ekki tjá sig um hvort þetta hafi áhrif á veitingu virkjanaleyfis vegna nýrrar 50 megavatta aflvélar sem væntanleg er til landsins með vorinu.

Ef nýrri 50 MW vél sem kemur til landsins í vor verður bætt við orkuvinnsluna, er mögulega verið að stytta mögulegan vinnslutíma á svæðinu um nærri helming. Þar með er þó ekki sagt að eftir það verði svæðið ónýtt til orkunýtingar. Rannsóknir og reiknilíkön sýna að með því að hvíla vinnslusvæðin í ákveðinn árafjölda megi ná vinnslugetu að verulegum hluta upp að nýju.

Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt Viðskiptablaðsins í dag á nýtingu raforku á Reykjanesi. Áskrifendur geta nálgast nýjasta tölublað hér .