Stálvinnslur í Japan og Suður Kóreu hafa samþykkt að greiða brasilíska námufyrirtækinu Vale 65% hærra verð fyrir járngrýti á þessu ári.

Nippon Steel og Suður kórenska stálvinnsla Posco munu frá og með Aaríl næstkomandi greiða 78.90 Bandaríkjadali fyrir tonnið af járngrýti, samkvæmt því sem segir í frétt á vef BBC.

Verð á járngrýti hefur farið hækkandi undanfarin sex ár og er verðhækkunin rakin til aukinnar eftirspurnar í Kína.

Talið er að námufyrirtækin Rio Tinto og BHP Billiton muni greina frá verðhækkun á næstunni.