Hlutabréf í bandaríska verslunarrisanum J.C. Penney féllu um rúman fjórðung í morgun í 1,75 dollara á hlut, og hafa nú ekki verið lægri frá skráningu félagsins á markað, viku fyrir upphaf kreppunnar miklu árið 1929.

Ástæðan er yfirlýsing fjármálastjórans, Jeffrey Davis, um að keðjan hafi grafið undan sambandi sínu við sinn hefðbundna markhóp: konur yfir 45 ára, og búist nú við mun meira tapi en áætlað hafði verið.

Davis segir fyrirtækið hafa misst sjónar á kjarnamarkhóp sínum í viðleitni sinni til að eltast við yngri og nýjungagjarnari viðskiptavini. Reuters segir frá .