Íþróttavöruverslunarkeðjan JJB Sports í Bretlandi hefur farið fram á við leigusala að þeir samþykki áætlun félagsins sem ætlað er að koma í veg fyrir gjaldþrot þess. Áætlunin gerir ráð fyrir lægri leigugreiðslum af hálfu JJB Sports. Félagið segir að við samþykkt gæti allt að 89 verslunum verið lokað. BBC fjallar um málið í dag.

Samningur við landeigendur gengur út á að eigendur húsnæðis fái greitt aukalega ef rekstur gengur vel. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að JJB ætli sér að loka yfir 43 verslunum á næsta árinu. Að auki verður rekstur 46 annarra verslana kannaður, með mögulega lokun í huga.

JJB sports hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum. Nýlega var sagt frá því að Íþróttavöruverslunarkeðjan JD Sports Fashion vilji yfirtaka rekstur JJB Sports í Bretlandi.

Skilanefnd Kaupþings heldur á um tæplega 30% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista. Í frétt Reuters frá því í febrúar segir að JD Sports eigi nú í viðræðum við stjórn JJB Sports um yfirtökuna.