© Aðsend mynd (AÐSEND)

Leikjafyrirtækið CCP hefur ráðið Jean-Charles Gaudechon sem yfirmann þróunar tölvuleiksins DUST 514. Hann var áður yfirmaður þróunar leikjar hjá tölvuleikjarisanum Electronic Arts (EA Games og vann m.a. við þróun leikja á borð við Need for Speed-seríuna og skotleikinn Battlefield: Play4free og Battlefield Heroes.

Fram kemur í tilkynningu frá CCP um ráðningu Gaudechon að þegar hann stýrði leikjaþróuninni hjá EA Games hafi skotleikirnir farið yfir í svokallað “Free to Play” -módel, og kappakstursleikinn í fyrsta sinn inn á svið fjölspilunar-netleikja (MMO).

Gaudechon verður með aðsetur í Sjanghæ en þar fer þróun á DUST 514 að mestu fram.