Jeb Bush, yngri bróðir George W. Bush og fyrrverandi ríkisstjóri Florida, sagði í viðtali í dag að hann myndi gefa út í rafbókarformi 250.000 tölvupósta frá þeim tíma sem hann stýrði Florida.

Í frétt MSNBC segir að líta megi á þessa ákvörðun hans sem enn eitt merkið um að hann undirbúi nú framboð til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2016.

Í fyrra sagði Jeb Bush að hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn varðandi forsetaframboð, en í október á þessu ári sagðist George W. Bush halda að bróðir hans vildi verða forseti.