Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída, tilkynnti á Twitter og Facebook að hann væri nú alvarlega að íhuga forsetaframboð eða „kanna möguleika á framboði" eins og hann orðaði það.

Með tilkynningunni má segja að Jeb Bush sé fyrsti frambjóðandinn sem opinberlega tilkynnir að hann sé stefni á að bjóða sig fram til forseta árið 2016. Í stöðu uppfærslu á Facebook segist hann hafa rætt þessi mál við sína nánustu yfir Þakkagjörðarhátíðina.

Jeb Bush er sonur George H.W. Bush, sem gegndi forsetaembættinu frá 1989 til 1993 og yngri bróðir George W. Bush, sem var forseti Bandaríkjanna frá 2001 til 2009.

Tístið á Twitter:


Bush
Bush

Færslan á Facebook:


Bush
Bush