Milljarðamæringurinn Jeff Bezos hefur aldrei verið metinn á meira. Hann hefur nú hrifsað þriðja sætið á Bloomberg's Billionaire Index, af virðisfjárestinum Warren Buffett. Jeff Bezos er stofnandi Amazon.com.

Á listanum kemur fram að Bezos sé metinn á 65,1 milljarð dala. Efst á þessum lista er Bill Gates, stofnandi Microsoft, en á eftir honum er Amancio Ortega, aðaleigandi Inditex, sem á verslunarkeðjur á borð við Zara.

Hlutabréf í Amazon hafa hækkað um allt að 10% frá áramótum og má rekja þessa miklu sókn Bezos til þróun verðbréfamarkaða.