*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Erlent 7. nóvember 2018 20:25

Jeff Sessions segir af sér

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions, hefur sagt af sér að ósk Trump.

Ritstjórn
Sessions hefur stutt Trump frá upphafi, og tók við sem dómsmálaráðherra í kjölfar embættistöku Trump í upphafi síðasta árs.
epa

Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt upp störfum að ósk Donalds Trump, forseta. Ástæðan er sögð andúð Trump á rannsókn sérstaks saksóknara, Robert Mueller, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, sem komu Trump í embætti.

Í stað Sessions hefur Trump skipað Matthew Whitaker, fráfarandi aðstoðarmann Sessions, tímabundið í embætti. Whitaker, sem hefur gagnrýnt Rússarannsóknina opinberlega, hefur því öðlast vald yfir henni og Mueller.

Trump segist munu skipa varanlegan arftaka með tíð og tíma. Heimildir Bloomberg herma að til standi að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem skipaði Mueller og hefur haft umsjón með rannsókninni eftir að Sessions sagði sig frá málinu, muni starfa áfram.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is