Jenið lækkaði í dag annan daginn í röð gagnvart 16 helstu viðskiptagjaldmiðlum heims. Lækkun var mest gagnvart ástralska og nýsjálenska dalnum og norsku krónunni.

Hækkun hlutabréfa á markaði í Asíu í dag er sú mesta í átta vikur. Toyota og Canon leiddu hækkanirnar í kjölfar lækkunar jensins gagnvart Bandaríkjadal.

Mitsubishi og National Australian Bank hækkaðu mest fjármálafyrirtækja. Hækkunin kom í framhaldi af yfirlýsingu Goldman Sachs um að ekki stæði til að afskrifa háar upphæðir vegna kreppunnar á bandarískum húsnæðismarkaði.

Yfirlýsing Goldman Sachs er einnig talin bæta stemminguna á markaði gagnvart bandarískum hlutabréfum að því er segir á veffrétta Bloomberg.

Samkvæmt því sem segir í Wall Street Journal hækkaði Nikkei 225 vísitalan um 1,6% og Topix í Tókýó um 2,2%.

S&P/ASX 200 í vísitalan í Ástralíu hækkaði um 1,2%, NZX 50 í Nýja Sjálandi um 0,9% og Kospi vísitalan í Suður Kóreu um 2,6%.