Japanska jenið veiktist gagnvart Bandaríkjadal, sem aftur styrkti Nikkei vísitöluna, þvert á almenna lækkun hlutabréfa á asíumörkuðum. Veikara jen hjálpar japönskum útflutningi.

Ræða seðlabankastjóra Bandaríkjanna hefur áhrif

Gerðist þetta í kjölfar ræðu bandaríska seðlabankastjórans Janet Yellen þar sem fram kom að rök fyrir stýrivaxtahækkun yrðu sífellt sterkari.

Í kjölfar ræðu Yellen lækkuðu hlutabréf almennt í virði á mörkuðum í Bandaríkjunum, og var lækkunin yfir vikuna sú mesta síðan kosið var um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í júní.

Bandaríkjadalur styrktist gegn helstu gjaldmiðlum asíu, og hlutabréf í Asíu lækkuðu vegna væntinga um að hærri vextir í Bandaríkjunum myndu draga fé fjárfesta inn á Bandaríkjamarkað.

Þróun helstu vísitalna á svæðinu í nótt:

  • Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 2,30%
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu lækkaði um 1,25%
  • Taiwan Weighted lækkaði um 0,24%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,38%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan stóð nánast í stað með 0,01% lækkun
  • FTSE China A50 víistalan lækkaði um 0,14%
  • IDX Composite vísitalan í Indónesíu lækkaði um 1,25%
  • S&P/ASX 200 vísitalan lækkaði um 0,84%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan lækkaði um 0,34%