Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston hefur eignast hlut í hárvörufyrirtækinu Living Proof gegn því að vera andlit þess út á við og talsmaður. Auglýsinaherferð fyrirtækisins verður ýtt úr vör í næsta mánuði. Hárvörufyrirtækið var stofnað árið 2005 og spratt það upp úr líftæknirannsóknum við MIT-háskóla í Bandaríkjunum. Fyrsta vara fyrirtækisins leit dagsins ljós árið 2008.

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal eftir Aniston að fjölmörg fyrirtæki hafa leitað eftir auglýsingasamningi við sig í gegnum árin. Hún sló í gegn sem Rachel Green í sjónvarpsþáttunum Friends um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar.

Eins og blaðið greinir frá bera forsvarsmenn Living Proof miklar væntingar til hárvara fyrirtækisins. Eftir talsverðu er að slægjast í hárvörugeiranum enda veltir hann tíu milljörðum dala á ári, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar nam verg landsframleiðsla hér á landi í fyrra 1.630 milljörðum króna.

Jennifer Aniston er fjarri því eina konan hjá Living Proof. Forstjórinn er reynslubolti í viðskiptalífinu vestanhafs, Jill Beraud, fyrrverandi markaðsstjóri Pepsi og Victoria's Secret í Bandaríkjunum.