*

miðvikudagur, 23. september 2020
Fólk 20. janúar 2020 12:48

Jenný Huld ráðin grafískur hönnuður

Samfélagsmiðlamarkaðsfélagið Key of Marketing hefur ráðið grafíska hönnuðinn Jenný Huld Þorsteinsdóttur.

Ritstjórn
Jenný Huld Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin grafískur hönnuður hjá Key of Marketing
Aðsend mynd

Key of Marketing hefur ráðið Jenný Huld Þorsteinsdóttur sem grafískan hönnuð, en félagið segir 140 manns hafa sótt um starfið.

Jenný lauk tveggja ára námi í sjónlistum frá Myndlistarskólanum í Reykjavík og flutti þá til Ítalíu. Útskrifaðist þar sem grafískur hönnuður frá Istituto Europeo di Design Milano. Eftir útskrift hefur hún starfað sem hönnuður hjá Motive Productions, Háskólanum í Reykjavík og Hvíta Húsinu auglýsingastofu.

Þar hefur Jenný unnið verk fyrir fjölda fyrirtækja, meðal annars Arion Banka, Eldum rétt, Drexler, Embætti Landlæknis, Húðlæknastöðina, Lava Centre, Whales of Iceland og Basko, rekstrarfélags 10-11.