*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 22. október 2014 14:53

Jens Garðar býður sig fram til formanns

Samtök fiskvinnslustöðva og LÍÚ standa fyrir sameiginlegum aðalfundi í lok mánaðar þar sem lögð verður til sameining samtakanna.

Ritstjórn
Jens Garðar Helgason.
Aðsend mynd

Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns á sameiginlegum aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskivinnslustöðva sem haldinn verður á Hilton Nordica föstudaginn 31. október næstkomandi. Fyrir aðalfundinum liggur tillaga um sameiningu samtakanna. Þetta kemur fram á vef LÍÚ.

„Íslenskur sjávarútvegur er nútímaleg, hátæknivædd atvinnugrein í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það felast mikil tækifæri í því fyrir sjávarútveginn að sameina fyrirtæki sem starfa að veiðum, vinnslu, sölu- og markaðssetningu sjávarafurði í ein, öflug samtök. Við þurfum að horfa til framtíðar, greina sóknarfærin og vinna að eflingu og samkeppnisfærni sjávarútvegsins þjóðinni allri til hagsbóta. Ég vil bjóða fram mína krafta í því starfi sem framundan er og þá reynslu sem ég hef af sjávarútvegsrekstri,“ segir Jens Garðar.

Jens er fæddur og uppalinn á Eskifirði 1976, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði nám í viðskiptafræði í Háskóla Íslands 1997 - 2000. Hann hóf störf hjá Fiskimiðum ehf. á Eskifirði, sem sérhæfir sig í útflutningi á fiskimjöli og lýsi, árið 1999. Jens Garðar tók við starfi framkvæmdastjóra Fiskimiða árið 2001 og gegndi því fram á þetta ár. Jens Garðar er einnig formaður bæjarráðs í Fjarðarbyggð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is