Jens Þórðarson framkvæmdastjóri Tækniþjónustu Icelandair
Jens Þórðarson framkvæmdastjóri Tækniþjónustu Icelandair
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Jens Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ITS, Tækniþjónustu Icelandair sem staðsett er á Keflavíkurflugvelli (Icelandair Technical Services).

Jens Þórðarson hóf störf hjá ITS árið 2006. Hann hafði þá áður unnið á flugdeild Icelandair frá 2004 en þar áður m.a. hjá Íslenskri Erfðagreiningu, að því er kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Jens tók haustið 2006 við starfi deildarstjóra rekstrarstýringar ITS og 2010 tók hann við starfi deildarstjóra varahluta- og innkaupadeildar félagsins sem hann hefur sinnt síðan. Jens er með meistarapróf í verkfræði frá Háskóla Íslands.

Hann tekur við starfinu af Jens Bjarnasyni, sem hefur tekið við starfi forstöðumanns flugrekstrar- og tæknimála hjá alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, í Montreal í Kanada.